Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 28 . mál.


Ed.

891. Breytingartillögur



við frv. til l. um mannanöfn.

Frá menntamálanefnd.



     Við 1. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                   Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.
     Við 2. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
         
    
     4. mgr. falli brott.
         
    
     5. mgr. falli brott.
     Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                   Erlendur ríkisborgari, sem stofnar til hjúskapar við Íslending er ekki hefur ættarnafn, má kenna sig til föður eða móður maka síns á sama hátt og hann. Ekki tekur þetta til niðja slíkra hjóna.
                   Hafi íslensk hjón tekið sameiginlega upp kenninafn annars hvors við búsetu erlendis er því skylt, er breytti kenninafni sínu, að leggja það niður við flutning til landsins, sbr. 1. mgr. 9. gr. Sama gildir um börn slíkra hjóna.
                   Einstaklingur, sem við gildistöku þessara laga er kenndur til föður eða móður maka síns á þjóðskrá, má gera það áfram.